Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Evrópusjóður um aðlögun vegna alþjóðavæðingar - 664 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig eru útgjöld Evrópusambandsins fjármögnuð?

Útgjöld Evrópusambandsins eru að langmestu leyti fjármögnuð með beinum framlögum frá aðildarríkjunum. Framlögin taka mið af vergum þjóðartekjum ríkjanna, virðisaukaskattstofni, innheimtum tollum og sykurframleiðslu. Stærstu og best stæðu aðildarríkin borga þannig mest í sjóði sambandsins. Ríkin sem greiddu mest í ...

Frjálslynt lýðræði

(liberal democracy) er haft um þá stjórnskipun sem algengust er á Vesturlöndum nú á dögum. Það einkennist m.a. af skorðum sem ríkisvaldi eru settar með lögum, af fulltrúalýðræði, stjórnarandstöðu með viðurkennd réttindi, markaðshagkerfi og frjálsri fjölmiðlun. Ýmis ríki sem hafa sótt um aðild að ESB hafa þurft að ...

Schengen-samstarfið

Schengen-samstarfið byggist á sáttmála sem tók gildi árið 1995 og er markmið þess tvíþætt. Annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna með afnámi vegabréfaskoðunar og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi með auknu eftirliti á ytri landamærum sv...

Getur evruríki yfirgefið evrusamstarfið?

Aðildarríki Evrópusambandsins sem hefur tekið upp evruna sem gjaldmiðil getur ekki yfirgefið evrusamstarfið einhliða nema ganga úr Evrópusambandinu. Ekki er heldur lagalegur grundvöllur fyrir því í sáttmálum sambandsins að tilteknu evruríki sé vísað úr samstarfinu gegn vilja þess. Eina leiðin til að evruríki hverf...

Nýaðferðartilskipanir

Svonefndar nýaðferðartilskipanir (e. New Approach Directives) skilgreina almennar og samræmdar grunnkröfur til öryggis og eiginleika sem tilteknir vöruflokkar þurfa að uppfylla ef heimila á markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Vöruflokkar sem heyra undir nýaðferðartilskipanir eru til dæmis leikföng, ...

Hvernig styrki geta námsmenn fengið til að læra erlendis?

Íslenskum námsmönnum sem hyggja á nám erlendis standa margvíslegir styrkir til boða. Umfangsmestu alþjóðlegu áætlanirnar, sem Ísland tekur þátt í, veita háskólanemum styrki til stúdentaskipta við erlenda háskóla. Helstu stúdentaskiptaáætlanirnar eru Erasmus, sem styrkir skiptinám í aðildarríkjum Evrópusambandsins ...

Er Lettland aðili að Evrópska efnahagssvæðinu?

Já, Lettland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, eins og öll önnur aðildarríki Evrópusambandsins, og hefur verið það síðan það gekk í sambandið árið 2004. Lettland er meðal þeirra fyrrum Sovétríkja sem hafa leitað nánari tengsla við Vesturlönd eftir að hafa endurheimt sjálfstæðið sitt á ný í upphafi tíunda áratu...

Er Evrópuvefurinn og Evrópustofa sama fyrirbærið?

Starfsmenn Evrópuvefsins verða þess reglulega varir að ekki sé gerður greinarmunur á Evrópuvefnum annars vegar og Evrópustofu hins vegar. Að gefnu tilefni verður því fjallað hér aðeins um muninn á Evrópuvefnum og Evrópustofu. Evrópuvefurinn og Evrópustofa gegna bæði hlutverki upplýsingaveitu um Evrópusambandið...

Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Má segja að núverandi viðhorf í Króatíu til hernaðar og þjóðernishreinsana falli vel að sögu og menningu Evrópu á 20. öld og að Króatar séu því heppileg viðbót í Evrópusambandið? Saga Evrópu á 20. öld er mörkuð djúpum sporum sundrungar, átaka og blóðsúthellinga og þar er...

Hvernig innleiðir Ísland tilskipanir og annað frá ESB?

Þar sem reglurnar um bein réttaráhrif og bein lagaáhrif eru ekki hluti af EES-samningnum verður löggjöf ESB aðeins hluti af íslensku réttarkerfi með milligöngu Íslands. 7. gr. EES-samningsins skuldbindur EFTA/EES-ríkin til að innleiða afleidda löggjöf frá ESB sem fellur innan sviðs EES-samningsins. Í greininni ...

Hvar eru höfuðstöðvar Evrópusambandsins?

Evrópusambandið sjálft á sér ekki einar höfuðstöðvar. Sérhver stofnun sambandsins hefur aðsetur á ákveðnum stað og er staðsetningin tilgreind í bókun 6 við Sáttmálann um starfshætti Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálann). Evrópuþingið (European Parliament) hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi og kemur þar s...

EFTA/EES-ríkin

EFTA/EES-ríkin eru Ísland, Liechtenstein og Noregur, en það eru þau EFTA-ríki sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Með samningnum urðu EFTA/EES-ríkin hluti af innri markaði Evrópusambandsins, sem grundvallast á reglunum um svonefnt fjórfrelsi, og skuldbundu sig jafnframt til að taka upp í innl...

Dyflinnarsamstarfið

Dyflinnarsamstarfið er einn liður í Schengen-samstarfinu og snýr að málsmeðferð í málefnum hælisleitenda. Því er ætlað að koma í veg fyrir að ríkisborgari þriðja ríkis ferðist á milli Schengen-landanna og sæki um hæli í hverju ríki. Dyflinnarsamstarfið byggir á Dyflinnarsamningnum (e. Dublin Convention) frá árinu ...

Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB?

Nei, veiðar á lóu og spóa yrðu ekki sjálfkrafa leyfðar þótt Ísland yrði aðili að ESB. Báðar tegundirnar eru á lista yfir þær tegundir sem aðildarríkjunum er heimilt að leyfa veiðar á og eru taldar upp í viðauka við svonefnda fuglatilskipun. Aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en t...

Hvað er hagvöxtur?

Eitt af einkennum efnahagslífs flestra ríkja undanfarna áratugi er að framleiðslugetan hefur vaxið frá ári til árs og þá um leið þjóðarframleiðslan. Með þjóðarframleiðslu er átt við heildarverðmæti allrar vöru og þjónustu sem þjóð framleiðir á einu ári. Ástæður vaxandi þjóðarframleiðslu eru margar, tækniframfarir ...

Leita aftur: